Fyrri mynd
Nsta mynd
X-L
X-L
Open Menu Close Menu
 

Fjölskylduvænt samfélag

Við viljum að Blönduósbær standist kröfur fjölskyldufólks um góðan stað að búa á. Við höfum bæði leikskóla og grunnskóla sem búa yfir reynslumiklum kennurum og þar fer fram gott starf með það að leiðarljósi að undirbúa börnin okkur út í lífið. Mikilvægt er að stuðla áfram að því að ungt fólk hafi vilja og tækifæri á því að búa í sinni heimabyggð.

 

L-listinn vill leggja áherslu á að:

 

 

Greinar

Kosningaskrifstofa

Opnunartími kosningaskrifstofu L-Listans í Félagsheimilinu á Blönduósi:

Þriðjudagur 22. maí 18:00-21:00

- Farið verður yfir málefni með áherslu á heilbrigt- og fjölskylduvænt samfélag

Miðvikudagur 23. maí 18:00-21:00
- Farið verður yfir málefni með áherslu á atvinnumál

Fimmtudagur 24. maí 18:00-21:00
- Pizzakvöld fyrir unga fólkið kl 20:00

Föstudagur 25. maí 18:00-22:00
-Óvænt uppákoma

Laugardagur 26. maí 10:00-22:00
- Kosningakaffi 14:00-18:00
-Úrslit meistaradeildarinnar verða sýnd á tjaldi
- Kosningavaka eftir kl 22:00

 

 

 

Fjölskylduvænt samfélag

Við viljum að Blönduósbær standist kröfur fjölskyldufólks um góðan stað að búa á. Við höfum bæði leikskóla og grunnskóla sem búa yfir reynslumiklum kennurum og þar fer fram gott starf með það að leiðarljósi að undirbúa börnin okkur út í lífið. Mikilvægt er að stuðla áfram að því að ungt fólk hafi vilja og tækifæri á því að búa í sinni heimabyggð.

 

L-listinn vill leggja áherslu á að:

 

 • Fjölga byggingarlóðum og halda áfram að koma til móts við fólk sem hefur hug á því að byggja með niðurfellingu á gjöldum.

 • Halda áfram þeirri góðu vinnu sem L-listinn hefur staðið fyrir á skólalóð og vinna áfram að uppbyggingu á svæðinu.

 • Félagsmiðstöðin Skjólið fari á nýjan stað með bættu aðgengi.

 • Stuðla að auknu framboði menntunar á sem flestum stigum.

 • Unnið verður að því að efla íþrótta- og tómstunda starf barna, allt árið um kring í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsfélög.

 • Auka afþreyingu, aðstöðu og þjónustu við foreldra í fæðingarorlofi.

 • Koma á fót ungmennaráði fyrir börn, 13–18 ára, með góðri tengingu við menningar-, tómstunda- og íþróttanefnd.

 • Nemendur í tónlistarnámi geti stundað nám sitt á skólatíma eins og boðið er upp á í öðrum sveitarfélögum.

 • Stuðla áfram að auknu umferðaröryggi á svæðinu.

 • Vinna að heildarendurskoðun á sumarlokun leikskóla í samráði við stjórnendur. Miðað er að því að heildarlokun vari í tvær vikur.

 • Hvetja Vegagerðina til áframhaldandi framkvæmda til að auka öryggi vegfarenda en við fögnum þeim framkvæmdum sem lokið er við Blöndubrúna.

 • Verja hagsmuni íbúa sem snerta heilbrigðisþjónustu, löggæslu og slökkvilið.

 
Prenta Prenta