Fyrri mynd
Nsta mynd
X-L
X-L
Open Menu Close Menu
 

Heilbrigt samfélag

Í Blönduósbæ má finna frábæra sundlaug og góða aðstöðu til íþróttaiðkunar jafnt úti sem inni. L-listinn vill stuðla áfram að aukinni þátttöku íbúa í íþróttum og útivist. Íþrótta- og tómstundastarf á svæðinu er öflugt og hefur sveitarfélagið staðið vel að baki íþrótta- og félagasamtökum.

 

L-listinn vill leggja áherslu á að:

 

 

Greinar

Kosningaskrifstofa

Opnunartími kosningaskrifstofu L-Listans í Félagsheimilinu á Blönduósi:

Þriðjudagur 22. maí 18:00-21:00

- Farið verður yfir málefni með áherslu á heilbrigt- og fjölskylduvænt samfélag

Miðvikudagur 23. maí 18:00-21:00
- Farið verður yfir málefni með áherslu á atvinnumál

Fimmtudagur 24. maí 18:00-21:00
- Pizzakvöld fyrir unga fólkið kl 20:00

Föstudagur 25. maí 18:00-22:00
-Óvænt uppákoma

Laugardagur 26. maí 10:00-22:00
- Kosningakaffi 14:00-18:00
-Úrslit meistaradeildarinnar verða sýnd á tjaldi
- Kosningavaka eftir kl 22:00

 

 

 

Heilbrigt samfélag

Í Blönduósbæ má finna frábæra sundlaug og góða aðstöðu til íþróttaiðkunar jafnt úti sem inni. L-listinn vill stuðla áfram að aukinni þátttöku íbúa í íþróttum og útivist. Íþrótta- og tómstundastarf á svæðinu er öflugt og hefur sveitarfélagið staðið vel að baki íþrótta- og félagasamtökum.

 

L-listinn vill leggja áherslu á að:

 

  • Taka upp heilsustefnu í leik- og grunnskóla með það að markmiði að bæta heilsu og líðan nemenda og starfsmanna.

  • Ráða matráð í sameiginlegt mötuneyti fyrir grunnskóla og dreifnám. Stefnt er að því að fyrir árslok 2019 verði rekið sameiginlegt mötuneyti fyrir öll skólastigin.

  • Haldið verði áfram að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í íþróttamiðstöðinni.

  • Auka þátttöku barna og unglinga undir 18 ára aldri í íþróttastarfi og bjóða áfram upp á frían aðgang í sundlaugina.

  • Eldri borgarar og öryrkjar í sveitarfélaginu fái frítt í sundlaugina og þreksalinn frá og með ársbyrjun 2019.

  • Gerðir hafa verið samningar við íþróttafélög á svæðinu og unnið verður áfram með það góða starf.

  • Vinna að úrbótum á göngustígum og gangstéttum með það að leiðarljósi að auka aðgengi og öryggi íbúa að útivistarsvæðum. Tengja þarf göngustíga við aðrar gönguleiðir og fjölga bekkjum.

 
Prenta Prenta